Persónuverndarstefna

Við sjáum til þess að í einu og öllu sé farið með persónuupplýsingar í samræmi við lög 90/2018 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Persónuverndarstefna þessi gildir um alla notendur vefsvæðisins eignamork.is, bæði einstaklinga og lögaðila, auk þess sem hún nær til tengiliðaupplýsinga forsvarsmanna þeirra notenda sem er lögaðilar.

Forsvarsaðilar síðunnar eru :

  • Topolocate ehf.
  • 540520-1000
  • eignamork@eignamork.is

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem unnt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings.

Stefna okkar er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem boðið er upp á hér á eignamork.is. Öflun persónuupplýsinga er einungis gerð í þeim tilgangi að veita þá þjónustu sem síðunni er ætlað.

Við ábyrgjumst að upplýsingar um notendur verði ekki nýttar á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt og að allar þær upplýsingar sem notendur vefsvæðisins veita okkur eða sem sóttar eru til þriðja aðila, eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að unnt sé að veita þá þjónstu sem verið er að sækja.

Upplýsingar um notendur verða ekki afhentar til þriðja aðila nema það sé skylt að lögum eða samkvæmt beiðni notandans.

Þegar notendur hafa keypt þjónustu eru tilteknar persónuupplýsingar vistaðar til að auðvelda innskráningu á síðuna.

Notendur síðunnar geta hvenær sem er afturkallað samþykki sitt og farið fram á að upplýsingum um þá verði eytt. Notendur eiga rétt á að fá aðgang að þeim persónupplýsingum sem unnið er með á síðunni sem og upplýsingar um vinnsluna.

Við berum ekki skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af okkar hálfu.

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Unnt er að senda erindi til Persónuverndar sé notandi ósáttur við vinnslu á persónuupplýsingum. Komi upp ágreiningur í tengslum við persónuverndarstefnuna skal leysa úr honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki tekst að leysa úr honum á annan hátt.

Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Breytingar eru tilkynntar á eignamork.is

Við leitumst við að notast eins lítið við vafrakökur og unnt er. Vafrakökur eru litlar skrár sem hlaðast inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Þær eru notaðar til að tryggja bestu mögulegu upplifnun notenda og til þess að bæta virkni vefsvæðisins. Vafrakökur eru meðal annars notaðar til að muna hvaða stillingar notandi hefur vistað inni á vefsvæði okkar.